Gjöf til skólans

Það er gott að eiga góða að. Velunnari Klettaskóla, sem ekki vill láta nafns síns getið, færði okkur þetta fína æfingahjól. Það nýtist vel í íþróttatímum og einnig í sjúkraþjálfun. Á myndinni eru sjúkraþjálfarinn okkar frá SLF, Björk Gunnarsdóttir og íþróttakennarar Klettaskóla, Baldur, Björn og Drífa. Á myndina vantar fjórða íþróttakennarann, Valdimar Magnússon.