Nemendaverðlaun

Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur voru afhent í gær, mánudag 23. maí, í Rimaskóla. Oscar Dagur Hernandez Aronsson, nemandi í Klettaskóla, var tilnefndur fyrir hönd skólans og var hann heiðraður fyrir framúrskarandi árangur í námi og starfi ásamt 33 öðrum nemendum úr grunnskólum borgarinnar. Oscar Dagur tòk glaður við verðlaununum, enda vel að þeim kominn! Á meðfylgjandi mynd er Oscar auk Arnheiðar Helgadóttur, skólastýru í Klettaskóla og Ingibjargar Aldísar Ólafsdóttur umsjónarkennara hans. Nánar má sjá hér frá athöfninni í Rimaskóla.