Skip to content

Útskriftarferð 10.bekkjar

Hefð er fyrir því í Klettaskóla að 10.bekkur fari í útskriftarferð. Að þessu sinni var ferðinni heitið til Akureyrar með viðkomu í Hrísey og á fleiri stöðum.  Farið var á þremur bílum og gist í Sæluhúsum á Akureyri. Ferðin tókst í alla staði mjög vel og allir sáttir með góða veðrið sem hópurinn fékk á Akureyri eins og sést á myndinni.

Svona ferðalag er dýrt og voru krakkarnir ótrúlega dugleg að safna með því t.d. að halda  páskabingói þar sem metþátttaka var og fleiri viðburðum sem þau skipulögðu með dyggri aðstoð starfsmanna bekkjarins. Er öllum færðar bestu þakkir fyrir stuðninginn í vetur.