Skip to content

Góðar gjafir

Öðru hverju koma í heimsókn í skólann gestir með gjafir undir handraðanum. Einn slíkur leit hér inn um daginn, Daníel Jóhannesson, frá TBR, Tennis- og Badmintonfélagi Reykjavíkur, með þau tæki og tól, sem notuð eru í tennis- og badmintoníþróttinni hjá félaginu. Aðstoðarskólastýran í Klettaskóla, Guðrún Gunnarsdóttir, er með Daníel á meðfylgjandi mynd, með fangið fullt af gjöfum,  tennis- og badmintonspöðum, sem munu eflaust nýtast mörgum nemendum og ýta undir framgang íþróttarinnar í skólanum. Hafið kærar þakkir fyrir hjá Tennis- og Badmintonfélagi Reykjavíkur.