Skip to content

Skólaárið 2022-2023 er hafið

Klettaskóli var settur 22.ágúst 2022, í hátíðarsal skólans, í ellefta sinn. Skólastjóri fór í nokkrum orðum yfir stöðu mála í skólanum, enn vantar talsvert af starfsfólki, aðallega stuðningsfulltrúa en hún var vongóð um að úr rættist fljótlega. Í skólanum í vetur eru 130 nemendur í Klettaskóla þar af 6 nemendur í þátttökubekk í Árbæjarskóla.