Skip to content

Heimsókn í Klettaskóla

Í dag kom Ásthildur Snorradóttir talmeinafræðingur í heimsókn í Klettaskóla. Hún færði skólanum að gjöf, bækur, spil, málörvunarverkefni og margt fleira sem á eftir að nýtast vel í skólastarfinu. Klettaskóli þakkar Ásthildi hjartanlega fyrir góðar gjafir og hlýhug í garð skólans. Á myndinni má sjá Arnheiði Helgadóttur skólastjóra við hlið Ásthildar.