Skip to content

Gleðileg jól 2022

Seinasti skóladagur fyrir jól var í dag, þriðjudag 20. desember. Að venju var gleði ríkjandi á göngum og í skólastofum og hátíðarbragur yfir öllum. Ýmsar venjur hafa skapast í áranna rás og  ein sú mikilvægasta er flutningur 8.bekkinga á helgileik nemenda. Stífar æfingar hafa verið undanfarið en vel tókst til að allra mati. Um undirleik sá Ólafur B. Ólafsson og stjórnandi kórs er Ingibjörg A. Ólafsdóttir.  Meðfylgjandi mynd er frá helgileiknum.
Starfsfólk skólans óskar nemendum sínum og foreldrum þeirra gleðilegra jóla og þakkar fyrir samveru og samstarf á liðnu ári. Skóli hefst samkvæmt stundaskrá aftur að loknu jólaleyfi, miðvikudaginn 4. jan. 2023.