• IMG 9627-6558
 • IMG 9625-6556
 • IMG 9509-6501
 • IMG 9629-6560
 • IMG 9513-6505
 • IMG 9526-6515
 • IMG 9640-6570
 • IMG 9519-6510
 • IMG 9670-6599
 • IMG 9658-6588
 • IMG 9515-6507
 • IMG 9520-6511
 • IMG 9525-6514
 • IMG 9662-6592
 • IMG 9671-6600
 • IMG 9648-6578
 • IMG 9644-6574
 • IMG 9638-6568
 • IMG 9628-6559
 • IMG 9656-6586
 • IMG 9641-6571
 • IMG 9528-6517
 • IMG 9661-6591
 • IMG 9630-6561
 • IMG 9646-6576
 • IMG 9666-6596
 • IMG 9655-6585
 • IMG 9650-6580
 • IMG 9631-6562
 • IMG 9637-6567
 • IMG 9527-6516
 • IMG 9632-6563
 • IMG 9657-6587
 • IMG 9626-6557
 • IMG 9514-6506
 • IMG 9512-6504
 • IMG 9635-6565
 • IMG 9665-6595
 • IMG 9663-6593
 • IMG 9642-6572
 • IMG 9669-6598
 • IMG 9653-6583
 • IMG 9636-6566
 • IMG 9654-6584
 • IMG 9643-6573
 • IMG 9659-6589
 • IMG 9633-6564
 • IMG 9523-6512
 • IMG 9667-6597
 • IMG 9530-6518
 • IMG 9645-6575
 • IMG 9516-6508
 • IMG 9639-6569
 • IMG 9510-6502
 • IMG 9651-6581
 • IMG 9647-6577
 • IMG 9524-6513
 • IMG 9652-6582
 • IMG 9660-6590
 • IMG 9511-6503
 • IMG 9517-6509
 • IMG 9664-6594
 • IMG 9649-6579
 • IMG 9531-6519

Umhverfisdagurinn 2017

Bjorn.17Umhverfisdagurinn var í gær, fimmtudag 5. maí. Að venju er reynt að velja dag að vori, þegar sól skín í heiði, og svo var einmitt í gær, enda nemendur sem starfsfólk óvenju lipurt til allra verka! Skólalóðin var hreinsuð sem og næsta nágrenni, en vegna framkvæmda er skikinn í kringum skólann með minnsta móti í ár. Umhverfisdagurinn er hluti af menntun og framlagi nemenda til sjálfbærni , þ.e. að skila skólalóðinni í því ástandi, sem hún var í sl. haust, hreinni og án rusls, og koma þannig að henni vonandi, þegar nýtt skólaár hefst að loknu sumarleyfi. Í dag, föstudag, var endahnútur hnýttur á vel heppnað hreinsunarátak, þegar boðið var til dagskrár í leikfimisalnum, þar sem nemendur voru m.a. heiðraðir fyrir framgöngu sína í umhverfismálum! Nemendur í 9. bekk fengu sérstakar viðurkenningar fyrir að stýra Grænfánaverkefni skólans í vetur. Þá var í fyrsta sinn veittur farandgripur til nemanda, sem sýnt hefur einstakan áhuga á umhverfismálum þetta skólaár, og fékk nemandi í 10. bekk, Björn Eggert Gústavsson, hann til varðveislu. Meðfylgjandi mynd sýnir Björn Eggert með gripinn góða. Fleiri myndir frá morgninum og gærdeginum má finna í myndasafni.