• IMG 9525-6514
 • IMG 9640-6570
 • IMG 9656-6586
 • IMG 9635-6565
 • IMG 9629-6560
 • IMG 9647-6577
 • IMG 9625-6556
 • IMG 9638-6568
 • IMG 9527-6516
 • IMG 9671-6600
 • IMG 9633-6564
 • IMG 9512-6504
 • IMG 9660-6590
 • IMG 9626-6557
 • IMG 9650-6580
 • IMG 9636-6566
 • IMG 9630-6561
 • IMG 9631-6562
 • IMG 9513-6505
 • IMG 9627-6558
 • IMG 9663-6593
 • IMG 9519-6510
 • IMG 9669-6598
 • IMG 9511-6503
 • IMG 9658-6588
 • IMG 9523-6512
 • IMG 9639-6569
 • IMG 9528-6517
 • IMG 9641-6571
 • IMG 9661-6591
 • IMG 9655-6585
 • IMG 9657-6587
 • IMG 9520-6511
 • IMG 9651-6581
 • IMG 9654-6584
 • IMG 9510-6502
 • IMG 9644-6574
 • IMG 9664-6594
 • IMG 9667-6597
 • IMG 9515-6507
 • IMG 9628-6559
 • IMG 9649-6579
 • IMG 9524-6513
 • IMG 9509-6501
 • IMG 9642-6572
 • IMG 9531-6519
 • IMG 9632-6563
 • IMG 9659-6589
 • IMG 9652-6582
 • IMG 9646-6576
 • IMG 9517-6509
 • IMG 9637-6567
 • IMG 9645-6575
 • IMG 9653-6583
 • IMG 9648-6578
 • IMG 9670-6599
 • IMG 9526-6515
 • IMG 9666-6596
 • IMG 9665-6595
 • IMG 9662-6592
 • IMG 9514-6506
 • IMG 9643-6573
 • IMG 9516-6508
 • IMG 9530-6518

Skólabyrjun í Klettaskóla

Ágætu foreldrar og forráðamenn

Nú líður að skólabyrjun í Klettaskóla.  Skólasetning verður 22. ágúst og mun hún fara fram í Fossvogskirkju.  Það verður ekki farið inn í skólann þennan dag þar sem verið er að ljúka við þrif og frágang vegna framkvæmda á skólahúsnæðinu sem staðið hafa yfir í sumar.  Stundaskrár og aðrar upplýsingar verða afhentar í kirkjunni. Væntanlega verður þetta síðasta árið sem skólasetning fer fram með þessum hætti því að haustið 2018 verður hægt að hafa skólasetningu í nýjum hátíðarsal Klettaskóla.

Skólasetning verður með eftirtöldum hætti:

kl: 10:00     yngstastig (1.-4.bekkur)

kl:11:00      miðstig (5.-7.bekkur)

kl: 13:00     unglingastig (8.-10.bekkur)

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þann 23. ágúst.

Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í sumar í Klettaskóla. Suðurálma þar sem yngstu bekkirnir hafa verið staðsettir hefur verið endurbyggð. Einnig er verið að ljúka við skrifstofuaðstöðu, kaffistofu og vinnuaðstöðu starfsmanna á annarri hæð Í húsnæði sem byggt var ofan á eldra skólahúsnæði.

Einnig er verið er að ljúka við íþróttahús og sundlaug en líklega verður einhver töf á að við getum tekið sundlaugina í notkun. Auk íþróttahúss og sundlaugar verður ný og bætt aðstaða fyrir sjúkra-og iðjuþjálfun

Það verður mikil og góð breyting fyrir Klettaskóla þegar sundlaug og nýtt íþróttahús verður tekið í notkun. Um er að ræða tvær sundlaugar, annars vegar þjálfunarlaug með stillanlegum botni og hins vegar stærri laug fyrir sundkennslu. Eins og þið vitið hefur þurft að aka nemendum í sund í nokkrum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu.  Þetta hefur verið talsvert álag fyrir nemendur sem og starfmenn og mikill tími farið í akstur milli staða.

Það eru því miklar og jákvæðar breytingar á aðstöðu fyrir nemendur og starfsmenn Klettaskóla næsta vetur og spennandi tímar framundan með nýjum möguleikum og bættri þjónustu við nemendur skólans.