• IMG 0887-7444
 • IMG 0911-7460
 • IMG 0907-7457
 • IMG 0856-7432
 • IMG 0899-7451
 • IMG 0852-7428
 • IMG 0890-7445
 • IMG 0922-7470
 • IMG 0916-7465
 • IMG 0860-7434
 • IMG 0880-7441
 • IMG 0965-7493
 • IMG 0883-7443
 • IMG 0919-7468
 • IMG 0957-7487
 • IMG 0926-7474
 • IMG 0869-7436
 • IMG 0875-7438
 • IMG 0894-7448
 • IMG 0971-7498
 • IMG 0850-7426
 • IMG 0839-7419
 • IMG 0900-7452
 • IMG 0934-7480
 • IMG 0910-7459
 • IMG 0932-7479
 • IMG 0964-7492
 • IMG 0915-7464
 • IMG 0963-7491
 • IMG 0902-7454
 • IMG 0954-7484
 • IMG 0956-7486
 • IMG 0974-7500
 • IMG 0901-7453
 • IMG 0913-7462
 • IMG 0840-7420
 • IMG 0924-7472
 • IMG 0862-7435
 • IMG 0893-7447
 • IMG 0842-7422
 • IMG 0930-7477
 • IMG 0903-7455
 • IMG 0853-7429
 • IMG 0925-7473
 • IMG 0851-7427
 • IMG 0912-7461
 • IMG 0854-7430
 • IMG 0847-7425
 • IMG 0967-7495
 • IMG 0841-7421
 • IMG 0914-7463
 • IMG 0944-7483
 • IMG 0896-7449
 • IMG 0959-7488
 • IMG 0935-7481
 • IMG 0936-7482
 • IMG 0968-7496
 • IMG 0918-7467
 • IMG 0928-7476
 • IMG 0876-7439
 • IMG 0927-7475
 • IMG 0917-7466
 • IMG 0955-7485
 • IMG 0966-7494
 • IMG 0845-7424
 • IMG 0962-7490
 • IMG 0970-7497
 • IMG 0897-7450
 • IMG 0923-7471
 • IMG 0960-7489
 • IMG 0931-7478
 • IMG 0855-7431
 • IMG 0921-7469
 • IMG 0882-7442
 • IMG 0874-7437
 • IMG 0843-7423
 • IMG 0892-7446
 • IMG 0858-7433
 • IMG 0878-7440
 • IMG 0972-7499
 • IMG 0905-7456
 • IMG 0909-7458
 • Forsíða

Jólasveinn og töframaður

jola.tofr.17Í morgun, 15.desember, fenguð við jólasvein í heimsókn, sem steig á stall í nýja íþróttasalnum og skemmti nemendum. Þá kom einnig fram töframaður, sem lék listir sínar af mikilli fimi! Var gerður góður rómur að báðum og nemendur að venju tilbúnir að taka þátt í fjöri. Meðfylgjandi mynd er frá heimsókninni, en áhorfendahópurinn var óvenju litríkur að þessu sinni, þar sem jólapeysur, búningar og húfur voru einkennandi í tilefni jólapeysudags í skólanum.

Góðar gjafir!

gjof.17Starfsmaður frá Öryggismiðstöðinni kom færandi hendi í gær, 12.desember, með spjaldtölvu og augnstýribúnað, sem miðstöðin gefur skólanum. Náið samstarf hefur nú staðið yfir í nokkur ár milli Klettaskóla og Öryggismiðstöðvarinnar um kennslu, ráðgjöf og tæki, þar sem notast er við sértækan tölvubúnað fyrir hreyfihamlaða, sem gerir þeim fært að tjá sig með augunum. Samvinnan hefur ávaxtað sig ríkulega, en augnstýribúnaður er nú notaður víða í skólastarfinu. Á meðfylgjandi mynd eru stjórnendur Klettaskóla með fulltrúa Öryggismiðstöðvarinnar og Hönnu Rún Eiríksdóttur, en hún hefur staðið í fararbroddi við að innleiða augnstýribúnaðinn í skólanum. Öryggismiðstöðinni er þakkað fyrir samstarfið undanfarin ár og góðar gjafir.

Dúskar og pokar í jólasmiðjum

jolasmidjur.17Jólasmiðjur voru starfræktar í skólanum í dag, þriðjudag 12. desember. Tvær smiðjur voru í boði í þetta sinn, í myndmennt og textílmennt, og fóru bekkirnir á milli smiðja og fengu að reyna sig við verkefni tengd jólunum. Í textílmennt voru búnir til jóladúskar, sem síðar verða hengdir upp til skrauts og í myndmennt voru jólapokar skreyttir á nýstárlegan hátt með sítrónuhelminga og kartöflusneiðar sem tækjabúnað! Að vanda voru nemendur áhugasamir og tilbúnir að láta hendur standa fram úr ermum.  Meðfylgjandi mynd er frá dúskagerð í textílmenntun.

Ævar í heimsókn!

Aevar.17Ævar vísindamaður heimsótti skólann í morgun, föstudag 8. desember, og las upp úr bók sinni fyrir nemendur í nýja íþróttasalnum. Ævar á ekki í miklum vandræðum með að ná til krakka, og svo var einnig í þetta sinn. Nemendur tóku virkan þátt í lestrinum, lögðu til með reglulegu millibili stefnubreytingar á söguþræðinum, enda höfundurinn tilbúinn að hlíta ráðum þeirra. Meðfylgjandi mynd er af Ævari með hópi nemenda, sem þustu til hans að lestri loknum til þess að kasta á hann kveðjum og fræðast nánar um bókina og höfundinn.

Teljum niður!

kokuhus.17Ýmis teikn öðrum fremur í umhverfinu minna okkur á, að jólin nálgast. Marglit ljós örva sjónskynið, og eyrun nema hljóma og hrynjandi laga, sem aðeins heyrast fyrir jól. Í Klettaskóla minnir allt þetta einnig á þá miklu hátíð, sem nálgast, en eitt er þó gleggsta merki þess, að skammt er eftir! Íþróttakennarar skólans hafa sérhæft sig í jólaundirbúningi, þar sem sérstaklega er höfðað til bragðs- og ilmskyns! Þegar ljúf angan berst um skólann frá eldhúsi kjallarans vita allir, að stundin er upp runnin, og þá fyrst hægt að fara að telja niður! Öllum er boðið á kaffihús þeirra kennara, og svo var að venju í morgun, miðvikudag 6. desember. Gómsætar smákökur runnu ljúflega niður með kakó og rjóma, og broshýrir íþróttakennarar þjónuðu til borðs af sinni alkunnu ljúfmennsku, sem þeir einir eru þekktir fyrir! Meðfylgjandi mynd er frá kaffihúsinu í morgun.