• IMG 0921-7469
 • IMG 0875-7438
 • IMG 0922-7470
 • IMG 0907-7457
 • IMG 0928-7476
 • IMG 0964-7492
 • IMG 0972-7499
 • IMG 0858-7433
 • IMG 0930-7477
 • IMG 0968-7496
 • IMG 0916-7465
 • IMG 0842-7422
 • IMG 0911-7460
 • IMG 0927-7475
 • IMG 0913-7462
 • IMG 0923-7471
 • IMG 0910-7459
 • IMG 0901-7453
 • IMG 0878-7440
 • IMG 0935-7481
 • IMG 0909-7458
 • IMG 0970-7497
 • IMG 0944-7483
 • IMG 0869-7436
 • IMG 0924-7472
 • IMG 0897-7450
 • IMG 0957-7487
 • IMG 0956-7486
 • IMG 0926-7474
 • IMG 0890-7445
 • IMG 0954-7484
 • IMG 0971-7498
 • IMG 0862-7435
 • IMG 0880-7441
 • IMG 0963-7491
 • IMG 0966-7494
 • IMG 0851-7427
 • IMG 0902-7454
 • IMG 0854-7430
 • IMG 0932-7479
 • IMG 0896-7449
 • IMG 0903-7455
 • IMG 0960-7489
 • IMG 0959-7488
 • IMG 0852-7428
 • IMG 0918-7467
 • IMG 0967-7495
 • IMG 0912-7461
 • IMG 0840-7420
 • IMG 0850-7426
 • IMG 0900-7452
 • IMG 0847-7425
 • IMG 0876-7439
 • IMG 0853-7429
 • IMG 0855-7431
 • IMG 0843-7423
 • IMG 0841-7421
 • IMG 0974-7500
 • IMG 0936-7482
 • IMG 0931-7478
 • IMG 0882-7442
 • IMG 0925-7473
 • IMG 0915-7464
 • IMG 0965-7493
 • IMG 0892-7446
 • IMG 0899-7451
 • IMG 0893-7447
 • IMG 0914-7463
 • IMG 0856-7432
 • IMG 0894-7448
 • IMG 0860-7434
 • IMG 0845-7424
 • IMG 0917-7466
 • IMG 0883-7443
 • IMG 0919-7468
 • IMG 0887-7444
 • IMG 0839-7419
 • IMG 0955-7485
 • IMG 0874-7437
 • IMG 0962-7490
 • IMG 0934-7480
 • IMG 0905-7456
 • Forsíða

Gleðileg jól

Jólaleyfi er hafið í Klettaskóla. Morgunninn einkenndist af mikilli jólagleði í stofum, þar sem haldin voru „stofujól“. Að lokinni sýningu á helgileik fyrir eldri nemendur voru jólaskemmtanir í sölum skólans með söng, göngum í kringum jólatré og skemmtiatriðum. Þá komu jólasveinar óvænt í heimsókn og tóku þátt í gleðinni. Um hádegisbil kvöddu nemendur svo og héldu til síns heima í jólafrí. Starfsfólk skólans sendir foreldrum nemenda og forráðamönnum bestu óskir um gleðileg jól og þakkar samstarfið á árinu, sem senn er liðið.

Helgileikur

Svokölluð „generalprufa“ á helgileik fór fram í leikfimisal skólans í morgun að viðstöddum foreldrum og aðstandendum leikaranna auk nemenda úr yngri deildum. Sýningin á helgileiknum er jafnan hápunktur jólaundirbúnings og tendrar jólandann endanlega fyrir jólaleyfi. Tókst sýningin vel og fékk góðar undirtektir gesta. Önnur sýning á helgileik verður á morgun, sem jafnframt er seinasti dagur fyrir jólafrí. Myndir frá helgileik má finna í myndasöfnum.

Jólaskraut

Skólinn okkar hefur verið skreyttur í hólf og gólf af nemendum og starfsfólki. Víða á göngum og í stofum má sjá litrík ljós og myndir, sem minna á jólin. Fyrir helgi mættu nemendur á sal til þess að hengja upp sérhannaðar snúrur með jólaskrauti, eina frá hverri bekkjardeild. Myndin hér til hliðar sýnir nokkrar snúrur, sem gera samkomusal skólans endanlega tilbúinn fyrir jólaskemmtun á morgun, þriðjudag.

Jólalögin á sal

Í morgun fengum við góða gesti í heimsókn á sal, þar sem á dagskrá var „tónlist fyrir alla“. Helga Möller, söngkona, söng jólalög fyrir nemendur og starfsfólk við undirleik Björns Thoroddsen. Að vanda voru undirtektir afar góðar, enda flutningurinn og lagaval með miklum ágætum. Við áttum góða stund þennan morgun, þegar styttist í jólafrí og andi jólanna farinn að svífa um ganga og stofur!

Söngskemmtun

Fyrir skömmu var nemendum Klettaskóla boðið á söngskemmtunina Söngvaborg í Háskólabíó. Margir þáðu þetta boð með þökkum og áttu ánægjulega stund í bíóinu. Bestu þakkir til þeirra, sem sýndu okkur þessa vinsemd.