Skip to content
21 feb'23

Vetrarleyfi í Klettaskóla , 23. – 24.febrúar, Winter vacation in Klettaskóli February 23rd. and 24th. ´23

Vetrarleyfi Klettaskóla  verður fimmtudaginn 23. febrúar og föstudaginn 24 .febrúar ´23.  Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá mánudaginn 27.febrúar ´23.   School will be closed for Winter Vacation, Thursday 23rd and Friday 24th of February 2023. The School office is also closed during this time. School begins again on Monday February 27th, according to schedule.

Nánar
13 feb'23

Þorrablót 2023

Þorrablót voru haldin í skólanum á föstudaginn var,  yngri deildir blótuðu fyrir hádegi og þær eldri um og eftir hádegi. Þorramatur var að sjálfsögðu á boðstólum í matsalnum en einnig dagskrá í íþróttasalnum sem tengdist þorranum. Sungnir voru þorrasöngvar,  nemendur voru fræddir um lifnaðarhætti fyrr á tímum, þjóðlegan fatnað og gamla muni, rímur kveðnar og…

Nánar
30 sep'22

Heimsókn í Klettaskóla

Í dag kom Ásthildur Snorradóttir talmeinafræðingur í heimsókn í Klettaskóla. Hún færði skólanum að gjöf, bækur, spil, málörvunarverkefni og margt fleira sem á eftir að nýtast vel í skólastarfinu. Klettaskóli þakkar Ásthildi hjartanlega fyrir góðar gjafir og hlýhug í garð skólans. Á myndinni má sjá Arnheiði Helgadóttur skólastjóra við hlið Ásthildar.

Nánar
01 jún'22

Góðar gjafir

Öðru hverju koma í heimsókn í skólann gestir með gjafir undir handraðanum. Einn slíkur leit hér inn um daginn, Daníel Jóhannesson, frá TBR, Tennis- og Badmintonfélagi Reykjavíkur, með þau tæki og tól, sem notuð eru í tennis- og badmintoníþróttinni hjá félaginu. Aðstoðarskólastýran í Klettaskóla, Guðrún Gunnarsdóttir, er með Daníel á meðfylgjandi mynd, með fangið fullt…

Nánar
25 maí'22

Útskriftarferð 10.bekkjar

Hefð er fyrir því í Klettaskóla að 10.bekkur fari í útskriftarferð. Að þessu sinni var ferðinni heitið til Akureyrar með viðkomu í Hrísey og á fleiri stöðum.  Farið var á þremur bílum og gist í Sæluhúsum á Akureyri. Ferðin tókst í alla staði mjög vel og allir sáttir með góða veðrið sem hópurinn fékk á…

Nánar
24 maí'22

Nemendaverðlaun

Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur voru afhent í gær, mánudag 23. maí, í Rimaskóla. Oscar Dagur Hernandez Aronsson, nemandi í Klettaskóla,  var tilnefndur fyrir hönd skólans og var hann heiðraður  fyrir framúrskarandi árangur í námi og starfi ásamt 33 öðrum nemendum úr grunnskólum borgarinnar. Oscar Dagur tòk glaður við verðlaununum, enda vel að þeim kominn!…

Nánar
04 maí'22

Gjöf til skólans

Það er gott að eiga góða að. Velunnari Klettaskóla, sem ekki vill láta nafns síns getið,  færði okkur þetta fína æfingahjól. Það nýtist vel í íþróttatímum og einnig í sjúkraþjálfun. Á myndinni eru sjúkraþjálfarinn okkar frá SLF, Björk Gunnarsdóttir og íþróttakennarar Klettaskóla, Baldur, Björn og Drífa. Á myndina vantar fjórða íþróttakennarann, Valdimar Magnússon.

Nánar
25 apr'22

Umhverfisdagurinn 2022

Í dag, 25. apríl, er afmælisdagur grænfánans sem jafnframt er Dagur umhverfisins. Í tilefni dagsins mættu allir, sem vettlingi gátu valdið, út á skólalóð og í næsta umhverfi hennar til þess að tína rusl. Ýmis áhöld voru til taks og létu margir hendur standa fram úr ermum til þess að prýða umhverfi sitt! Undir dúndrandi…

Nánar
08 apr'22

Páskafrí

Nk. mánudag, 12. apríl, hefst páskafrí í Klettaskóla. Skóli byrjar aftur 19. apríl samkvæmt stundaskrá. Nemendum og starfsmönnum er óskað gleðilegra páska og þess vænst, að þeir komi aftur til starfa endurnærðir, fullir orku og athafnagleði!

Nánar