Skip to content
05 jún'20

Skólaslit

Skólaslit voru í Klettaskóla í dag, föstudaginn 5. júní.  Að þessu sinni voru þau óhefðbundin, bekkjardeildir mættu á mismunandi tímum, nemendur gengu til sinna stofa og luku þar skólaárinu með starfsmönnum viðkomandi deilda.  Aðeins útskriftarnemendur í 10. bekk mættu í hátíðarsal eftir hádegi, þar sem þeir voru kvaddir samkvæmt venju með hátíðlegum hætti.  Sungin voru…

Nánar
04 jún'20

Vorhátíðin

Vorhátíð skólans var í dag, fimmtudaginn 4. júní.  Nemendur sem starfsfólk spókuðu sig á skólalóðinni í sumri og sól, en veður var hið besta.  Að venju var boðið upp á ýmsa afþreyingu í kjölfar þess að skólakórinn söng og skólastjóri hafði sett hátíðina.  Hoppukastalar voru til takst ásamt leiktækjunum á lóðinni og þá var boðið…

Nánar
27 maí'20

Fuglaveröld Ólafs B. Ólafssonar á dagskrá næsta skólaár

Ólafur B. Ólafsson fyrrverandi tónmenntakennari Klettaskóla hlaut á dögunum styrk úr Barnamenningarsjóði til að vinna að verkefni sínu Fuglaveröld. Söngleikurinn Fuglaveröld er frumsamið verðlaunaverkefni af Ólafi og mun hann vinna með nemendum Klettaskóla að söngleiknum nk. skólaár 2021. Sú vinna mun svo enda með nemendasýningu í hátíðarsal skólans á Barnamenningarhátíð í apríl 2021. Fuglaveröld verður…

Nánar
13 maí'20

Borgarstjóri í heimsókn

Borgarstjóri, Dagur Eggertsson, kom í stutta heimsókn í skólann í morgun, 13. maí.  Tilefnið var að hitta nemendur og starfsfólk og kíkti hann við í nokkrum kennslustofum í fylgd stjórnenda skólans.  Á meðfylgjandi mynd er borgarstjóri ásamt stjórnendum í nýju sundlaugaálmunni.

Nánar
03 apr'20

Gleðilega páska

Í dag, föstudag 3. apríl, var seinasti skóladagur fyrir páskafrí.  Skóli hefst aftur þriðjudaginn 14. apríl og í samræmi við þá skipan á skólahaldinu sem verið hefur nema annað verði tilkynnt.  Ljóst er að páskaleyfið er nú á mjög óvenjulegum tímum hjá nemendum og starfsfólki skólans sem öðrum þegnum þjóðfélagsins.  Vonandi verða þeir dagar, sem…

Nánar
31 mar'20

Skólahald fram að páskaleyfi

Það fyrirkomulag, sem búið var að ákveða áður en nemendur og starfsfólk skólans fóru í sóttkví um miðjan mars, tekur nú gildi dagana fram að pákskaleyfi.   Í stórum dráttum er það eftirfarandi: Helmingur bekkja mun mæta annan daginn og hinir hinn daginn. Starfsmenn munu því mæta annan hvern dag. Markmiðið er að ekki séu allir…

Nánar
18 mar'20

Ekkert skólahald frá 17. til 31. mars

Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að allir nemendur og starfsmenn Klettaskóla fari í sóttkví frá 17. til 31. mars. Það sama á við um alla starfsemi í Guluhlíð og Öskju.  Skólahald fellur því augljóslega niður á meðan á þessari sóttkví stendur.

Nánar
17 mar'20

Ekkert skólahald um óákveðinn tíma

Þær fréttir voru að berast að starfsmaður Klettaskóla hefði greinst með Kóronaveirusýkingu.  Í samráði við fulltrúa almannavarna og sóttvarnalæknis fellur skólahald niður um óákveðinn tíma. Foreldrar og starfsmenn þess bekkjar sem viðkomandi starfsmaður starfaði í verða látnir vita um þær ráðstafanir sem gera þarf en starfsmaðurinn er sem betur fer ekki alvarlega veikur og á…

Nánar
17 mar'20

Breytt skólahald

Miklar breytingar verða á skólahaldi á næstunni. Í stuttu máli verður það þannig að helmingur bekkja mun mæta annan daginn og hinir hinn daginn. Starfsmenn munu því mæta annan hvern dag. Markmiðið er að ekki séu allir í húsinu á sama tíma og koma þannig til móts við tilmæli frá trúnaðarlækni vegna Covid- 19 veirunnar. …

Nánar
13 mar'20

Starfsdagur nk. mánudag 16.mars

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað næstu fjórar vikur. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að skipulagningu skólastarfs miðað við ofangreindar ákvarðanir. Þegar hefur verið ákveðið að mánudaginn 16. mars 2020…

Nánar