Skip to content
03 jún'21

Eyrún Gísladóttir kveður skólann

Góður gestur kíkti í heimsókn 1. júní sl. Á ferðinni var Eyrún Gísladóttir, talmeinafræðingur, sem hefur verið viðloðandi skólann í áratugi en kom nú til þess að kveðja. Eyrún hóf störf sem talmeinafræðingur í Öskjuhlíðarskóla, forvera Klettaskóla, árið 1980 og hefur kennt fleiri árgöngum en nokkur annar núverandi starfsmaður. Reyndar er ekkert starfsfólk enn við…

Nánar
23 apr'21

Gleðilegt sumar

Stjórnendur  og starfsfólk Klettaskóla óska nemendum  sínum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars.

Nánar
02 apr'21

Tilkynning frá skólastjórnendum

Samkvæmt nýrri reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar opna grunnskólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar að nýju þriðjudaginn 6. apríl en með ákveðnum takmörkunum í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Ákveðið hefur verið að skipulagstími verði að morgni þriðjudagsins til kl. 10:10 svo starfsfólk hafi tíma til að undirbúa húsnæði og skipulag til samræmis við ríkjandi takmarkanir.…

Nánar
24 mar'21

Páskafrí hafið!

Kennsla í Klettaskóla fellur niður frá og með fimmtudeginum 25.mars fram að páskum eins og í öðrum grunnskólum landsins. Nemendur skólans sem og starfsmenn eru þar með komnir í páskafrí tveimur dögum fyrr en ætlað var. Eftir páska verður svo ákveðið hvernig framhaldi skólastarfs verður háttað.  Gleðilega páska!

Nánar
24 mar'21

Skólahreysti 2021

Íþróttakennarar skólans eru duglegir að brjóta upp skólastarfið með keppnum af ýmsum toga.  Í dag, miðvikudag 24. mars, hófst hin árlega skólahreysti í íþróttasal, þar sem nemendur spreyta sig á alls kyns þrautum.  Meðfylgjandi mynd er frá upphafsmínútum hreystinnar, þar sem nemandi í eldri deild er í tímatöku í miðri þrautabraut, umkringdur samnemendum og starfsfólki…

Nánar
05 mar'21

Kúluspilskeppni lokið

Undanfarnar vikur hefur staðið yfir mót í kúluspili á vegum íþróttakennara í skólanum. Hefur verið hart barist í keppni milli bekkjardeilda og nemendur þeirra lagt sig fram um að ná hagstæðum úrslitum. Í dag, föstudag 5. mars, var svo komið að því að heiðra sigurvegara og voru veglegir bikarar og heiðurspeningar í boði.  Meðfylgjandi mynd…

Nánar
26 feb'21

Góðvild gefur

Það eru grundvallarréttindi hvers manns að geta tjáð sig. Í Klettaskóla notum við fjölmargar leiðir til að tjá okkur. Við tjáum okkur með orðum, tákn með tali, líkamstjáningu, svipbrigðum, hljóðum  og síðast en ekki síst með þar til gerðum tjáskiptatölvum. Þeir nemendur sem eiga erfitt með að gera sig skiljanlega eiga þess kost að læra…

Nánar
19 feb'21

Vetrarfrí nk. 22. og 23. febrúar

Vetrarfrí verður í grunnskólum Reykjavíkur mánudaginn 22. febrúar og þriðjudaginn 23. febrúar. Nemendur mæta aftur í skóla miðvikudaginn 24. febrúar. Fjölbreytt dagskrá er í boði fyrir börn og fjölskyldur í frístundamiðstöðvum og menningarstofnunum borgarinnar í vetrarfríinu og víða endurgjaldslaus fræðsla og skemmtun. Hægt er að kynna sér allt sem í boði er fyrir börn og…

Nánar
05 feb'21

Fréttablaðið í morgun, 5. febrúar

Þessi mynd fylgir frétt í Fréttablaðinu í dag, föstudag 5. febrúar.  Myndin sýnir nemanda og starfsmann í Klettaskóla, sem greinilega eiga samleið víðar en í skólanum!  Hvað skyldu þær stöllur aðhafast svo merkilegt, að rati í Fréttablaðið?  Svarið er að finna hér: Söfnuðu dósum fyrir tví­mennings­hjólinu (frettabladid.is)

Nánar
07 jan'21

Skólastarf hafið á nýju ári, 2021

Nýtt skólaár er hafið og skólastarf komið í fastar skorður eftir jólafrí. Losað hefur verið um innanhússreglur vegna covid- veirunnar og kennsla aftur hafin í námsgreinum, sem slegið var á frest, þegar veirufárið hófst. Í því sambandi má nefna sund og heimilisfræði auk svokallaðra valáfanga, sem nú verða á dagskrá samkvæmt stundaskrá frá sl. hausti.…

Nánar