Skip to content
27 nóv'19

Dagskrá í desember 2019

  2.-6.desember  Jólasnúrur föndraðar inn í bekkjum og þær hengdar upp á miðrýmum og á göngum fyrir framan bekkjarstofur í lok vikunnar.   desember  Jólakaffihús fyrir nemendur í Klettaskóla í matsal nemenda. Venjulegur skóladagur 1.-4.bekkur kl. 10.30-11.15 5.-10. bekkur kl. 13.00-14.00   18.desember     kl. 10.30-11.30  Jólastund í Fossvogskirkju   19.desember   kl. 10.30-11.00 Sýning 8.bekkjar á helgileik fyrir nemendur 1.-4.bekk í hátíðarsalnum 13.00-14.00 10.bekkur…

Nánar
18 nóv'19

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu var haldinn í morgun í hátíðarsal skólans.  Allar bekkjadeildir fluttu skemmtiatriði fyrir framan skólafélagana, yngri deildir snemma í morgunsárið og þær eldri eftir hádegi.  Að venju var íslenskt mál í forgrunni, sungið, lesið, leikið og táknað, í öllum sínum margbreytileika.  Voru stundirnar í salnum hinar ánægjulegustu, en meðfylgjandi mynd er frá skemmtun…

Nánar
23 okt'19

Vetrarleyfi 24. til 29. október

Vetrarleyfi byrjar á morgun, fimmtudag 24. október, en skólastarf hefst aftur að því loknu, þriðjudag 29. okt., samkvæmt stundaskrá.  Vonandi njóta nemendur sem starfsfólk leyfisins sem best, og mæti galvösk og endurnærð til starfa að því loknu!

Nánar
30 sep'19

Ólympíuhlaup

Í morgun, mánudag 30. september, var Ólympíuhlaup ÍSÍ þreytt af nemendum skólans.  Gengið var að duftgarði Fossvogskirkju og hlaupið tvo hringi  í kringum garðinn.  Tókst öllum að komast í mark, að sjálfsögðu á mismunandi hraða. hver með sínu lagi!  Veður var einstaklega gott og fagurt um að litast í Öskjuhlíðinni.  Meðfylgjandi mynd er tekin í…

Nánar
22 ágú'19

Skóli settur fyrir skólaárið 2019- 2020

Klettaskóli var settur í morgun, fimmtudag 22. ágúst. Skólastjóri flutti stutta ræðu, þar sem m.a. kom fram, að áralöngum framkvæmdum við skólann er nánast lokið. Gjörbreyting hefur orðið á húsakynnum og lóð, sem henta starfseminni mun betur en áður. Í vetur verða u.þ.b. 130 nemendur við nám og svipaður fjöldi starfsmanna, margir í hlutastarfi á…

Nánar
13 ágú'19

Skólasetning fyrir skólaárið 2019- 2020

Skólasetning verður fimmtudaginn, 22. ágúst nk. Nemendur á yngsta stigi (1.- 4. bekk) eiga að mæta í hátíðarsal skólans kl. 10 og nemendur á mið- og unglingastigi (5.- 10. bekk) kl. 11. Skólastarf samkvæmt stundaskrá hefst svo föstudag 23. ágúst.

Nánar
07 jún'19

Skólaslit

Skólaslit voru í dag, föstudag 7. júní, í hátíðarsal skólans, hjá yngstu bekkjardeildum og miðdeildum árdegis og loks hjá þeim elstu eftir hádegi. Að venju voru skólalok hátíðleg, nemendur voru kvaddir og gengu síðan glaðir út í sumarið. Í ræðu skólastjóra hjá elstu nemendum kom m.a. fram, að 13 nemendur luku námi að þessu sinni…

Nánar
05 jún'19

Skólaslit

Skólaslit nk. föstudag 7. júní! Nánari tímasetningar má sjá í skóladagatali hér fyrir neðan

Nánar
15 maí'19

Umhverfisdagurinn 2019

Hinn árlegi umhverfisdagur var haldinn í dag, miðvikudag 15. maí. Í anda sjálfbærni, einnar af grunnstoðum menntunar, þar sem umhverfisvernd er mikilvægur þáttur, er á hverju ári umhverfi skólans þrifið og unnið að markmiðum, sem sjá má frekar á heimasíðu Klettaskóla í grunnstoðum menntunar og umhverfissáttmála. Að sjálfsögðu var allt rusl flokkað í tiltekna poka,…

Nánar
03 maí'19

Bókagjöf

Nemendur sem starfsmenn Klettaskóla fengu góða heimsókn í morgun, föstudag 3. maí. Gestirnir komu frá KrakkaRÚV, þáttastjórnandi Stundarinnar okkar, sjónvarpstökumenn og nokkrir krakkar með þeim í fylgd. Tilgangurinn var að færa skólanum gjöf, barnabækur, sem þessir krakkar höfðu unnið sér inn með því að lesa bækur og leysa úr spurningum og þrautum. Heimsóknin í skólann…

Nánar