Skip to content
21 feb'23

Vetrarleyfi í Klettaskóla , 23. – 24.febrúar, Winter vacation in Klettaskóli February 23rd. and 24th. ´23

Vetrarleyfi Klettaskóla  verður fimmtudaginn 23. febrúar og föstudaginn 24 .febrúar ´23.  Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá mánudaginn 27.febrúar ´23.   School will be closed for Winter Vacation, Thursday 23rd and Friday 24th of February 2023. The School office is also closed during this time. School begins again on Monday February 27th, according to schedule.

Nánar
13 feb'23

Þorrablót 2023

Þorrablót voru haldin í skólanum á föstudaginn var,  yngri deildir blótuðu fyrir hádegi og þær eldri um og eftir hádegi. Þorramatur var að sjálfsögðu á boðstólum í matsalnum en einnig dagskrá í íþróttasalnum sem tengdist þorranum. Sungnir voru þorrasöngvar,  nemendur voru fræddir um lifnaðarhætti fyrr á tímum, þjóðlegan fatnað og gamla muni, rímur kveðnar og…

Nánar
20 des'22

Gleðileg jól 2022

Seinasti skóladagur fyrir jól var í dag, þriðjudag 20. desember. Að venju var gleði ríkjandi á göngum og í skólastofum og hátíðarbragur yfir öllum. Ýmsar venjur hafa skapast í áranna rás og  ein sú mikilvægasta er flutningur 8.bekkinga á helgileik nemenda. Stífar æfingar hafa verið undanfarið en vel tókst til að allra mati. Um undirleik…

Nánar
30 sep'22

Heimsókn í Klettaskóla

Í dag kom Ásthildur Snorradóttir talmeinafræðingur í heimsókn í Klettaskóla. Hún færði skólanum að gjöf, bækur, spil, málörvunarverkefni og margt fleira sem á eftir að nýtast vel í skólastarfinu. Klettaskóli þakkar Ásthildi hjartanlega fyrir góðar gjafir og hlýhug í garð skólans. Á myndinni má sjá Arnheiði Helgadóttur skólastjóra við hlið Ásthildar.

Nánar
02 sep'22

Góðir grannar

Góðir grannar ! Á dögunum barst okkur skemmtileg gjöf frá nágrönnum okkar í Perlunni,  bókin „verum ástfangin af lífinu“ eftir Þorgrím Þráinsson. Við þökkum kærlega fyrir sendinguna og munum nota vinnubókina í félagsfærni þjálfun á mið-og unglingastigi.

Nánar
23 ágú'22

Skólaárið 2022-2023 er hafið

Klettaskóli var settur 22.ágúst 2022, í hátíðarsal skólans, í ellefta sinn. Skólastjóri fór í nokkrum orðum yfir stöðu mála í skólanum, enn vantar talsvert af starfsfólki, aðallega stuðningsfulltrúa en hún var vongóð um að úr rættist fljótlega. Í skólanum í vetur eru 130 nemendur í Klettaskóla þar af 6 nemendur í þátttökubekk í Árbæjarskóla.  

Nánar
17 ágú'22

Skólasetning 22.ágúst 2022

Skólasetning 22.ágúst 2022 Kl. 09:00   – 1., 2., 3. og 4. bekkur Kl. 10:00   – 5., 6. og 7.bekkur Kl. 11:00   – 8., 9. og 10.bekkur Skólasetning fer fram í hátíðarsal og hefst með ræðu skólastjóra og síðan fara nemendur inn í sínar bekkjarstofur þar sem bekkjakennarar afhenda nemendum skólagögn.

Nánar
01 jún'22

Góðar gjafir

Öðru hverju koma í heimsókn í skólann gestir með gjafir undir handraðanum. Einn slíkur leit hér inn um daginn, Daníel Jóhannesson, frá TBR, Tennis- og Badmintonfélagi Reykjavíkur, með þau tæki og tól, sem notuð eru í tennis- og badmintoníþróttinni hjá félaginu. Aðstoðarskólastýran í Klettaskóla, Guðrún Gunnarsdóttir, er með Daníel á meðfylgjandi mynd, með fangið fullt…

Nánar
25 maí'22

Útskriftarferð 10.bekkjar

Hefð er fyrir því í Klettaskóla að 10.bekkur fari í útskriftarferð. Að þessu sinni var ferðinni heitið til Akureyrar með viðkomu í Hrísey og á fleiri stöðum.  Farið var á þremur bílum og gist í Sæluhúsum á Akureyri. Ferðin tókst í alla staði mjög vel og allir sáttir með góða veðrið sem hópurinn fékk á…

Nánar