Skip to content
02 sep'21

Boð í Klettaborgina

Velkomin á sýninguna Klettaborgin Borgarbókasafni Reykjavíkur Grófinni í tilefni að 10 ára afmæli Klettaskóla – 26. september Opnunartímar bókasafnsins Mánu– fimmtudagar 10:00 – 19:00 Föstudagur 10:00 – 18:00 Laugar– og sunnudagur 10:00 – 17:00   Klettaborgin er sameiginlegt verkefni nemenda Klettaskóla í List og verkgreinunum:  Myndmennt, smíði og hönnun, textíl og heimilisfræði.  Í Klettaskólann kemur…

Nánar
23 ágú'21

Skólaárið 2021- 2022 hafið

Klettaskóli var settur í dag, 23. ágúst 2021, í hátíðarsal skólans. Var nemendum skipt í hópa eftir skólastigum vegna veirufaraldurs, og mætti fyrsti hópurinn kl. 9:00 árdegis og sá seinasti kl. 13:00. Skólastýra, Arnheiður Helgadóttir, bauð nemendur og aðstandendur þeirra velkomna, rifjaði upp óhefðbundið skólastarf sl. vetur og hve vel hefði tekist að mestu leyti…

Nánar
10 jún'21

Skólaslit

Skólaslit voru í dag, 10. júní. Á tímum covid- faraldurs mættu nemendur bekkjardeilda á mismunandi tímum og kvöddu bekkjarfélaga sína og starfsmenn í heimastofum. Aðeins 10. bekkingar fengu afnot að hátíðarsal skólans, en þeir kveðja nú skólann, flestir eftir margra ára samvist, og halda á vit nýrra ævintýra í framhaldsskólum höfuðborgarsvæðis. Að venju var hátíðardagskrá…

Nánar
10 jún'21

Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur veitir á hverju vori verðlaun til nemenda í grunnskólum borgarinnar. Einn nemandi eða nemendahópur í hverjum skóla er tilnefndur og fær viðurkenningu. Markmið verðlaunanna er að hvetja nemendur til að leggja sig enn betur fram til að skara fram úr í námi, í félagsstarfi eða í skapandi starfi. Formaður skóla- og…

Nánar
07 jún'21

Umhverfisdagurinn 2021

Í morgun, 7. júní, var árviss umhverfisdagur í Klettaskóla. Í anda umhverfissáttmála skólans, „Við skulum hjálpast að og gera jörðina hreina“, söfnuðust nemendur og starfsfólk saman á skólalóðinni  og tíndu rusl af leiksvæði, fyrir framan aðalinngang og í nærumhverfi skólans. Umhverfisnefnd hafði tiltæk nauðsynleg áhöld, kústa, skóflur, hjólbörur og ruslapoka. Gekk verkið með ágætum þótt…

Nánar
03 jún'21

Eyrún Gísladóttir kveður skólann

Góður gestur kíkti í heimsókn 1. júní sl. Á ferðinni var Eyrún Gísladóttir, talmeinafræðingur, sem hefur verið viðloðandi skólann í áratugi en kom nú til þess að kveðja. Eyrún hóf störf sem talmeinafræðingur í Öskjuhlíðarskóla, forvera Klettaskóla, árið 1980 og hefur kennt fleiri árgöngum en nokkur annar núverandi starfsmaður. Reyndar er ekkert starfsfólk enn við…

Nánar
23 apr'21

Gleðilegt sumar

Stjórnendur  og starfsfólk Klettaskóla óska nemendum  sínum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars.

Nánar
02 apr'21

Tilkynning frá skólastjórnendum

Samkvæmt nýrri reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar opna grunnskólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar að nýju þriðjudaginn 6. apríl en með ákveðnum takmörkunum í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Ákveðið hefur verið að skipulagstími verði að morgni þriðjudagsins til kl. 10:10 svo starfsfólk hafi tíma til að undirbúa húsnæði og skipulag til samræmis við ríkjandi takmarkanir.…

Nánar
24 mar'21

Páskafrí hafið!

Kennsla í Klettaskóla fellur niður frá og með fimmtudeginum 25.mars fram að páskum eins og í öðrum grunnskólum landsins. Nemendur skólans sem og starfsmenn eru þar með komnir í páskafrí tveimur dögum fyrr en ætlað var. Eftir páska verður svo ákveðið hvernig framhaldi skólastarfs verður háttað.  Gleðilega páska!

Nánar
24 mar'21

Skólahreysti 2021

Íþróttakennarar skólans eru duglegir að brjóta upp skólastarfið með keppnum af ýmsum toga.  Í dag, miðvikudag 24. mars, hófst hin árlega skólahreysti í íþróttasal, þar sem nemendur spreyta sig á alls kyns þrautum.  Meðfylgjandi mynd er frá upphafsmínútum hreystinnar, þar sem nemandi í eldri deild er í tímatöku í miðri þrautabraut, umkringdur samnemendum og starfsfólki…

Nánar