Skip to content
03 apr'20

Gleðilega páska

Í dag, föstudag 3. apríl, var seinasti skóladagur fyrir páskafrí.  Skóli hefst aftur þriðjudaginn 14. apríl og í samræmi við þá skipan á skólahaldinu sem verið hefur nema annað verði tilkynnt.  Ljóst er að páskaleyfið er nú á mjög óvenjulegum tímum hjá nemendum og starfsfólki skólans sem öðrum þegnum þjóðfélagsins.  Vonandi verða þeir dagar, sem…

Nánar
31 mar'20

Skólahald fram að páskaleyfi

Það fyrirkomulag, sem búið var að ákveða áður en nemendur og starfsfólk skólans fóru í sóttkví um miðjan mars, tekur nú gildi dagana fram að pákskaleyfi.   Í stórum dráttum er það eftirfarandi: Helmingur bekkja mun mæta annan daginn og hinir hinn daginn. Starfsmenn munu því mæta annan hvern dag. Markmiðið er að ekki séu allir…

Nánar
18 mar'20

Ekkert skólahald frá 17. til 31. mars

Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að allir nemendur og starfsmenn Klettaskóla fari í sóttkví frá 17. til 31. mars. Það sama á við um alla starfsemi í Guluhlíð og Öskju.  Skólahald fellur því augljóslega niður á meðan á þessari sóttkví stendur.

Nánar
17 mar'20

Ekkert skólahald um óákveðinn tíma

Þær fréttir voru að berast að starfsmaður Klettaskóla hefði greinst með Kóronaveirusýkingu.  Í samráði við fulltrúa almannavarna og sóttvarnalæknis fellur skólahald niður um óákveðinn tíma. Foreldrar og starfsmenn þess bekkjar sem viðkomandi starfsmaður starfaði í verða látnir vita um þær ráðstafanir sem gera þarf en starfsmaðurinn er sem betur fer ekki alvarlega veikur og á…

Nánar
17 mar'20

Breytt skólahald

Miklar breytingar verða á skólahaldi á næstunni. Í stuttu máli verður það þannig að helmingur bekkja mun mæta annan daginn og hinir hinn daginn. Starfsmenn munu því mæta annan hvern dag. Markmiðið er að ekki séu allir í húsinu á sama tíma og koma þannig til móts við tilmæli frá trúnaðarlækni vegna Covid- 19 veirunnar. …

Nánar
13 mar'20

Starfsdagur nk. mánudag 16.mars

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað næstu fjórar vikur. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að skipulagningu skólastarfs miðað við ofangreindar ákvarðanir. Þegar hefur verið ákveðið að mánudaginn 16. mars 2020…

Nánar
27 feb'20

Vetrarleyfi

Vetrarleyfi hefst í skólanum á morgun, föstudag 28. febrúar, og stendur fram að þriðjudegi 3. mars. Nemendur og starfsfólk munu þar með fá kærkomna, langa helgi til þess að hvílast frá hefðbundu skólastarfi og safna kröftum fyrir næstu vikur og mánuði. Vonandi eru framundan góðir dagar en kennsla hefst  aftur samkvæmt stundaskrá nk. þriðjudag .

Nánar
27 jan'20

Áhugaverð gjöf

Í seinustu viku heimsóttu skólann tveir, ungir menn frá hugbúnaðarfyrirtækinu Aldin. Þeir höfðu með sér tækjabúnað, Oculus- gleraugu, sem nota má til þess að upplifa sýndarveruleika. Vakti búnaðurinn mikinn áhuga og forvitni eldri nemenda sem og stjórnenda er veittu honum móttöku. Upplifunarbúnaður þessi er settur á höfuð viðkomandi sem horfir inn í tilbúinn „heim“ með…

Nánar