Skip to content
26 feb'21

Góðvild gefur

Það eru grundvallarréttindi hvers manns að geta tjáð sig. Í Klettaskóla notum við fjölmargar leiðir til að tjá okkur. Við tjáum okkur með orðum, tákn með tali, líkamstjáningu, svipbrigðum, hljóðum  og síðast en ekki síst með þar til gerðum tjáskiptatölvum. Þeir nemendur sem eiga erfitt með að gera sig skiljanlega eiga þess kost að læra…

Nánar
19 feb'21

Vetrarfrí nk. 22. og 23. febrúar

Vetrarfrí verður í grunnskólum Reykjavíkur mánudaginn 22. febrúar og þriðjudaginn 23. febrúar. Nemendur mæta aftur í skóla miðvikudaginn 24. febrúar. Fjölbreytt dagskrá er í boði fyrir börn og fjölskyldur í frístundamiðstöðvum og menningarstofnunum borgarinnar í vetrarfríinu og víða endurgjaldslaus fræðsla og skemmtun. Hægt er að kynna sér allt sem í boði er fyrir börn og…

Nánar
05 feb'21

Fréttablaðið í morgun, 5. febrúar

Þessi mynd fylgir frétt í Fréttablaðinu í dag, föstudag 5. febrúar.  Myndin sýnir nemanda og starfsmann í Klettaskóla, sem greinilega eiga samleið víðar en í skólanum!  Hvað skyldu þær stöllur aðhafast svo merkilegt, að rati í Fréttablaðið?  Svarið er að finna hér: Söfnuðu dósum fyrir tví­mennings­hjólinu (frettabladid.is)

Nánar
07 jan'21

Skólastarf hafið á nýju ári, 2021

Nýtt skólaár er hafið og skólastarf komið í fastar skorður eftir jólafrí. Losað hefur verið um innanhússreglur vegna covid- veirunnar og kennsla aftur hafin í námsgreinum, sem slegið var á frest, þegar veirufárið hófst. Í því sambandi má nefna sund og heimilisfræði auk svokallaðra valáfanga, sem nú verða á dagskrá samkvæmt stundaskrá frá sl. hausti.…

Nánar
18 des'20

Gleðileg jól 2020

Seinasti skóladagur fyrir jól var í dag, föstudag 18. desember. Að venju var gleði ríkjandi á göngum og í skólastofum og hátíðarbragur yfir öllum. Ýmsar venjur sem skapast hafa í áranna rás hafa þurft að víkja fyrir þeim faraldri, sem hrjáð hefur heimsbyggðina á þessu ári. Á meðal slíkra er helgileikur nemenda, hápunkturinn á þessum…

Nánar
04 nóv'20

Skólastarfið næstu vikur

Að loknum skipulagsdegi sl. mánudag, verður skólastarf samkvæmt breyttu skipulagi fram til 17. nóvember nk. og verður þá endurmetið.  Búið er að festa í sessi ákveðin sóttvarnahólf og vinnulag innan skólans, sem viðhaft verður næstu daga.  Nemendur mæta í skólann á venjubundnum tíma samkvæmt stundaskrá og skóladegi lýkur á sama tíma og venjulega.

Nánar
02 nóv'20

Enginn skóli í dag, mánudag 2. nóvember

Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi mánudaginn 2. nóvember vegna hertra sóttvarnarreglna stjórnvalda til varnar COVID-19.  Nánar: https://reykjavik.is/frettir/skipulagsdagur-i-leik-og-grunnskolum-manudaginn https://reykjavik.is/en/news/organizational-day-schools-monday

Nánar
21 okt'20

Vetrarleyfi

Á morgun, fimmtudag 21. október, hefst vetrarleyfi í Klettaskóla og kennsla byrjar ekki aftur fyrr en nk. þriðjudag, þann 27.  Nemendum sem og starfsfólki er óskað góðrar hvíldar frá skólastarfinu næstu daga og ánægjulegra endurfunda að leyfi loknu.

Nánar
05 okt'20

Borg í hátíðarsal!

Umsjónarmaður heimasíðu Klettaskóla var fullfljótur á sér um daginn, enda gagntekinn af hrifningu yfir húsaþyrpingu þeirri, sem gladdi augað á ferð hans um hátíðarsal skólans.  Í ljós kom, að húsaþyrping þessi var í óða önn að rísa, „byggingaframkvæmdum“ ekki lokið, hönnuðir sem verktakar hvergi nærri búnir að ganga frá og um borg fremur en þorp…

Nánar
01 okt'20

Þorp í hátíðarsalnum!

Í hátíðarsal skólans hefur nú risið lítið þorp húsa, sem gleðja augu salargesta.  Eins og sjá má eru húsin litrík og prýða bæði gólf, svið og flygil!  Byggingar þessar munu vera ættaðar úr list- og verkgreinaálmu, þar sem auðsæilega er mikil sköpun og framleiðsla í gangi!

Nánar