Skip to content
05 nóv'21

Klettaskóli 10 ára

Þess var minnst í dag, föstudag 5. nóvember, að 10 ár eru liðin frá því að Klettaskóli tók til starfa. Skólinn varð til vegna samruna tveggja sérskóla, Safamýrarskóla og Öskjuhlíðarskóla, og voru húsakynni þess síðarnefnda valin til frambúðar fyrir hinn nýja skóla. Á þessum 10 árum hefur húsnæði skólans gjörbreyst, gamla húsnæðið allt endurgert og…

Nánar
19 okt'21

Góðvild gefur

Góðvild kom færandi hendi í Klettaskóla og á myndinni má sjá er Guðrún Gunnarsdóttir aðstoðarskólastjóri tók við sýndarveruleikagleraugum úr hendi Sigurðar H. Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Piotr Loj frá Virtual Dream Foundation. Tækið verður notað til að kenna nemendum í skólanum og leyfa þeim að upplifa nýjan (sýndar)veruleika. Gjöfinni fylgir kennsla fyrir starfsfólk og eftirfylgni…

Nánar
06 okt'21

Hanna Rún tilnefnd til Íslensku menntaverðlaunanna

Í gær, þriðjudaginn 5. október, var alþjóðlegi kennaradagurinn, og í tilefni dagsins voru kynntar tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2021. Þau ánægjulegu tíðindi voru kunngerð, að einn starfsmaður Klettaskóla, Hanna Rún Eiríksdóttir, er í hópi fimm kennara, sem tilnefndir voru. Verðlaun eru veitt þessum kennurum fyrir framúrskarandi skólastarf, í kennslu og þróun kennsluhátta. Hanna Rún hefur…

Nánar
05 okt'21

Íþróttakennarar í Evrópuverkefni

Síðastliðin tvö ár hafa Íþróttakennarar Klettaskóla verið þátttakendur í ASorty verkefni á vegum Evrópusambandsins ásamt Slóveníu (Samtök um menningu án aðgreiningar) og Króatíu (Miðstöð einhverfu Rijeka) Haldnir hafa verið margir vinnufundir og útbúin verkefni um íþróttaiðkun fólks á einhverfurófinu þar sem við höfum verið að læra hvert af öðru. Núna er þetta verkefni að klárast…

Nánar
02 sep'21

Boð í Klettaborgina

Velkomin á sýninguna Klettaborgin Borgarbókasafni Reykjavíkur Grófinni í tilefni að 10 ára afmæli Klettaskóla – 26. september Opnunartímar bókasafnsins Mánu– fimmtudagar 10:00 – 19:00 Föstudagur 10:00 – 18:00 Laugar– og sunnudagur 10:00 – 17:00   Klettaborgin er sameiginlegt verkefni nemenda Klettaskóla í List og verkgreinunum:  Myndmennt, smíði og hönnun, textíl og heimilisfræði.  Í Klettaskólann kemur…

Nánar
23 ágú'21

Skólaárið 2021- 2022 hafið

Klettaskóli var settur í dag, 23. ágúst 2021, í hátíðarsal skólans. Var nemendum skipt í hópa eftir skólastigum vegna veirufaraldurs, og mætti fyrsti hópurinn kl. 9:00 árdegis og sá seinasti kl. 13:00. Skólastýra, Arnheiður Helgadóttir, bauð nemendur og aðstandendur þeirra velkomna, rifjaði upp óhefðbundið skólastarf sl. vetur og hve vel hefði tekist að mestu leyti…

Nánar
10 jún'21

Skólaslit

Skólaslit voru í dag, 10. júní. Á tímum covid- faraldurs mættu nemendur bekkjardeilda á mismunandi tímum og kvöddu bekkjarfélaga sína og starfsmenn í heimastofum. Aðeins 10. bekkingar fengu afnot að hátíðarsal skólans, en þeir kveðja nú skólann, flestir eftir margra ára samvist, og halda á vit nýrra ævintýra í framhaldsskólum höfuðborgarsvæðis. Að venju var hátíðardagskrá…

Nánar
10 jún'21

Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur veitir á hverju vori verðlaun til nemenda í grunnskólum borgarinnar. Einn nemandi eða nemendahópur í hverjum skóla er tilnefndur og fær viðurkenningu. Markmið verðlaunanna er að hvetja nemendur til að leggja sig enn betur fram til að skara fram úr í námi, í félagsstarfi eða í skapandi starfi. Formaður skóla- og…

Nánar
07 jún'21

Umhverfisdagurinn 2021

Í morgun, 7. júní, var árviss umhverfisdagur í Klettaskóla. Í anda umhverfissáttmála skólans, „Við skulum hjálpast að og gera jörðina hreina“, söfnuðust nemendur og starfsfólk saman á skólalóðinni  og tíndu rusl af leiksvæði, fyrir framan aðalinngang og í nærumhverfi skólans. Umhverfisnefnd hafði tiltæk nauðsynleg áhöld, kústa, skóflur, hjólbörur og ruslapoka. Gekk verkið með ágætum þótt…

Nánar
03 jún'21

Eyrún Gísladóttir kveður skólann

Góður gestur kíkti í heimsókn 1. júní sl. Á ferðinni var Eyrún Gísladóttir, talmeinafræðingur, sem hefur verið viðloðandi skólann í áratugi en kom nú til þess að kveðja. Eyrún hóf störf sem talmeinafræðingur í Öskjuhlíðarskóla, forvera Klettaskóla, árið 1980 og hefur kennt fleiri árgöngum en nokkur annar núverandi starfsmaður. Reyndar er ekkert starfsfólk enn við…

Nánar