Skip to content
07 jún'19

Skólaslit

Skólaslit voru í dag, föstudag 7. júní, í hátíðarsal skólans, hjá yngstu bekkjardeildum og miðdeildum árdegis og loks hjá þeim elstu eftir hádegi. Að venju voru skólalok hátíðleg, nemendur voru kvaddir og gengu síðan glaðir út í sumarið. Í ræðu skólastjóra hjá elstu nemendum kom m.a. fram, að 13 nemendur luku námi að þessu sinni…

Nánar
05 jún'19

Skólaslit

Skólaslit nk. föstudag 7. júní! Nánari tímasetningar má sjá í skóladagatali hér fyrir neðan

Nánar
15 maí'19

Umhverfisdagurinn 2019

Hinn árlegi umhverfisdagur var haldinn í dag, miðvikudag 15. maí. Í anda sjálfbærni, einnar af grunnstoðum menntunar, þar sem umhverfisvernd er mikilvægur þáttur, er á hverju ári umhverfi skólans þrifið og unnið að markmiðum, sem sjá má frekar á heimasíðu Klettaskóla í grunnstoðum menntunar og umhverfissáttmála. Að sjálfsögðu var allt rusl flokkað í tiltekna poka,…

Nánar
03 maí'19

Bókagjöf

Nemendur sem starfsmenn Klettaskóla fengu góða heimsókn í morgun, föstudag 3. maí. Gestirnir komu frá KrakkaRÚV, þáttastjórnandi Stundarinnar okkar, sjónvarpstökumenn og nokkrir krakkar með þeim í fylgd. Tilgangurinn var að færa skólanum gjöf, barnabækur, sem þessir krakkar höfðu unnið sér inn með því að lesa bækur og leysa úr spurningum og þrautum. Heimsóknin í skólann…

Nánar
12 apr'19

Páskaleyfi

Dagurinn í dag, föstudagur 12. apríl, var seinasti skóladagur fyrir páskaleyfi. Í mörgum skólastofum var því dagskrá dagsins með breyttu sniði, a.m.k. þegar líða fór að lokum skóladagsins. Íþróttakennarar veittu verðlaun fyrir skólahreysti í íþróttasalnum, en í kjölfarið var boðað til skemmtunar í salnum um hádegisbil. Meðfylgjandi mynd er tekin af afhendingu verðlauna til nemenda…

Nánar
03 apr'19

Undirritun SAFT- samnings

Í morgun, miðvikudag, 3. apríl, fór fram athöfn í hátíðarsal skólans, sem tengd var SAFT. SAFT er skammstöfun á samfélag, fjölskylda og tækni og er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Ísland. Mættu á staðinn 3 ráðherrar ríkisstjórnarinnar ásamt fylgdarliði, og skrifuðu þeir undir SAFT- samning auk formanns heimilis…

Nánar
02 apr'19

Skólahreysti

Í dag, þriðjudag 2. apríl, hófst hin árlega skólahreysti í Klettaskóla. Nemendur munu næstu daga þreyta alls kyns þrautir í hinum nýja, veglega íþróttasal skólans, þar sem íþróttakennarar hafa komið fyrir tækjum og tólum, sem m.a. reyna á lipurð, þol og styrk. Skólahreystin er keppni, þar sem nemendur keppa við sjálfa sig og samnemendur sína…

Nánar
22 feb'19

Vetrarleyfi

Nk. mánudag og þriðjudag, 25. og 26. febrúar, er vetrarleyfi í Klettaskóla. Nemendur og starfsfólk fá þá langa helgi, sem eflaust verður nýtt til hvíldar og upplyftingar af ýmsu tagi. Væntanlega koma allir hressir í skólann, þegar hann hefst að nýju, samkvæmt stundaskrá, miðvikudaginn 27. febrúar. Njótið vetrarleyfisins!

Nánar
14 feb'19

Þorrablót

Í dag, fimmtudag 14. febrúar, voru þorrablót haldin í skólanum, fyrir yngri deildir fyrir hádegi og þær eldri um hádegisbil. Blótin voru með hefðbundnu sniði, þorramatur, kynning á þjóðlegum siðum og áhöldum, rímur kveðnar og þorralög sungin. Loks var marserað fram og til baka í íþróttahúsinu og hópdansar stignir. Að venju voru þorrablótin hin mesta…

Nánar
01 feb'19

100 daga hátíðin

100 daga hátíðin var haldin í eldri deildum skólans í morgun. Þessi hátíð er tiltölulega ný af nálinni í skólastarfinu, en á sér aðdraganda frá upphafi hvers skólaárs. Nemendur fylgjast með, hvernig tímanum vindur fram og merkja samviskusamlega við hvern skóladag sem líður og nálgast 100 daga markið. Nú var því sem sé náð, á…

Nánar