Skip to content
13 mar'20

Starfsdagur nk. mánudag 16.mars

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað næstu fjórar vikur. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að skipulagningu skólastarfs miðað við ofangreindar ákvarðanir. Þegar hefur verið ákveðið að mánudaginn 16. mars 2020…

Nánar
27 feb'20

Vetrarleyfi

Vetrarleyfi hefst í skólanum á morgun, föstudag 28. febrúar, og stendur fram að þriðjudegi 3. mars. Nemendur og starfsfólk munu þar með fá kærkomna, langa helgi til þess að hvílast frá hefðbundu skólastarfi og safna kröftum fyrir næstu vikur og mánuði. Vonandi eru framundan góðir dagar en kennsla hefst  aftur samkvæmt stundaskrá nk. þriðjudag .

Nánar
27 jan'20

Áhugaverð gjöf

Í seinustu viku heimsóttu skólann tveir, ungir menn frá hugbúnaðarfyrirtækinu Aldin. Þeir höfðu með sér tækjabúnað, Oculus- gleraugu, sem nota má til þess að upplifa sýndarveruleika. Vakti búnaðurinn mikinn áhuga og forvitni eldri nemenda sem og stjórnenda er veittu honum móttöku. Upplifunarbúnaður þessi er settur á höfuð viðkomandi sem horfir inn í tilbúinn „heim“ með…

Nánar
24 jan'20

Þorrablót

Þorrablót voru haldin í skólanum í dag, yngri deildir blótuðu fyrir hádegi og þær eldri um og eftir hádegi. Þorramatur var að sjálfsögðu á boðstólum í matsalnum en einnig dagskrá í íþróttasalnum sem tengdist þorranum. Sungnir voru þorrasöngvar með Klettaskólakórnu, nemendur voru fræddir um lifnaðarhætti fyrr á tímum, þjóðlegan fatnað og gamla muni, rímur kveðnar…

Nánar
20 des'19

Gleðileg jól 2019

Árlegur helgileikur var á dagskrá í skólanum í morgun, 20. desember, en leikurinn á sér áratuga sögu í starfsemi skólans og hjá forverum hans. Helgileikurinn er ávallt fluttur á seinasta skóladegi fyrir jólafrí,  markar þar með upphaf að væntanlegri hátíð, og finnst mörgum hinn sanni jólaandi fyrst koma þegar nemendur hafa sett jólaboðskapinn á svið.…

Nánar
27 nóv'19

Dagskrá í desember 2019

  2.-6.desember  Jólasnúrur föndraðar inn í bekkjum og þær hengdar upp á miðrýmum og á göngum fyrir framan bekkjarstofur í lok vikunnar.   desember  Jólakaffihús fyrir nemendur í Klettaskóla í matsal nemenda. Venjulegur skóladagur 1.-4.bekkur kl. 10.30-11.15 5.-10. bekkur kl. 13.00-14.00   18.desember     kl. 10.30-11.30  Jólastund í Fossvogskirkju   19.desember   kl. 10.30-11.00 Sýning 8.bekkjar á helgileik fyrir nemendur 1.-4.bekk í hátíðarsalnum 13.00-14.00 10.bekkur…

Nánar
18 nóv'19

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu var haldinn í morgun í hátíðarsal skólans.  Allar bekkjadeildir fluttu skemmtiatriði fyrir framan skólafélagana, yngri deildir snemma í morgunsárið og þær eldri eftir hádegi.  Að venju var íslenskt mál í forgrunni, sungið, lesið, leikið og táknað, í öllum sínum margbreytileika.  Voru stundirnar í salnum hinar ánægjulegustu, en meðfylgjandi mynd er frá skemmtun…

Nánar
23 okt'19

Vetrarleyfi 24. til 29. október

Vetrarleyfi byrjar á morgun, fimmtudag 24. október, en skólastarf hefst aftur að því loknu, þriðjudag 29. okt., samkvæmt stundaskrá.  Vonandi njóta nemendur sem starfsfólk leyfisins sem best, og mæti galvösk og endurnærð til starfa að því loknu!

Nánar