Skip to content

Erasmus- verkefni

I-Express- Evrópuverkefni

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga fékk úthlutað styrk fyrir Evrópuverkefni sem kallast I-Express. Verkefnið er Erasmus+ samstarfsverkefni og hófst í september 2016 en áætlaður verkefnatími er 17 mánuðir. Miðstöðin óskaði eftir því við Klettaskóla að skólinn yrði samstarfsaðili þeirra og þekktumst við boðið. Auk Íslands taka þátt í verkefninu stofnanir frá Hollandi, Spáni og Ungverjalandi. Verkefnið er leitt af Visio í Hollandi. Markmið verkefnisins er að safna og miðla þekkingu um þróun og nýjungar í notkun hjálpartækja fyrir MDVI notendur. Skilgreining á MDVI eru einstaklingar sem eru með sjónskerðingu og aðra fötlun (multiple disabilities and a visual impairment).  Helstu áherslur verða að miðla á milli stofnana og Evrópulanda þeim námsskrám, kennsluaðferðum og upplýsingum um notkun hjálpartækja sem til eru fyrir MDVI notendur. Þá verður hollensk námskrá þýdd á ensku  og deilt meðal þátttakenda sem munu meta efnið með viðtölum og prófunum við fagfólk og MDVI notendur. Endanlegt markmið verkefnisins er að til verði evrópsk námskrá um notkun hjálpartækja fyrir MDVI notendur og innleiðing slíkrar námskrár.