Skip to content

Ráðgjöf

Eitt af hlutverkum Klettaskóla er að veita ráðgjöf til tengslastofnana sem og til annarra grunnskóla landsins. Ráðgjöfin er veitt þeim sem bera ábyrgð á kennslu og þjálfun viðkomandi nemanda. Ráðgjafarþroskaþjálfi tekur við beiðnum á þar til gerðum eyðublöðum sem finna má hér: “UMSÓKN” Ráðgjafarbeiðnirnar eru metnar með tilliti til þess hvernig best sé að mæta þeim. Kallaðir eru til fagaðilar innan skólans til að sinna ráðgjöf eftir eðli og umfangi hverrar beiðnar fyrir sig.

Ráðgjöfin bíður m.a. upp á möguleika á að kynna sér bekkjarstarf, gerð einstaklingsáætlana, óhefðbundnar tjáskiptaleiðir, skynörvun, kennslu í sérgreinum og hugmyndafræði TEACCH – hvernig skólastarfið byggir á markvissum vinnubrögðum/skipulögðum vinnubrögðum og námsumhverfi.

Ráðgjafarþroskaþjálfar eru : Valgerður Marinósdóttir og Ása Rún Ingimarsdóttir

Þróunarverkefni Klettaskóla er Sérkennslutorg sem hefur það aðalmarkmið að styrkja samfélag þeirra sem sinna kennslu nemenda með sérþarfir á landinu. Lögð er áhersla á söfnun og miðlun upplýsinga er varðar kennslu nemenda með sérþarfir, hægt er að skoða kennslugögn og kennsluaðferðir á sjónrænum vef Sérkennslutorgsins, serkennslutorg.is. Torgið er einnig virkt á samfélagsmiðlinum Facebook og er þar með síðu auk nokkurra hópa þar sem hægt er að fá góðar upplýsingar er varðar kennslu nemenda með sérþarfir. Hóparnir eru Smáforrit í sérkennsluKennsla nemenda með sérþarfir og Spjaldtölvur í námi og kennslu . Sérkennslutorg er hluti af MenntaMiðju og er í góðu samstarfi við önnur torg sem leitast við að byggja upp starfssamfélag á neti. Megin áhersla er á endurmenntun og starfsþróun kennara.

Verkefnastjóri torgsins er Hanna Rún Eiríksdóttir, kennari í Klettaskóla