Skólamötuneyti
Flestir nemendur í grunnskólum Reykjavíkur nýta sér skólamötuneytin þar sem boðið er upp á næringarríkan og hollan hádegisverð á degi hverjum.
Fagráð um skólamötuneyti er til ráðgjafar um mötuneyti leik- og grunnskóla, s.s. um forgangsröðun verkefna, áætlanagerð o.s.frv. Í ráðinu sitja fulltrúar frá fagsviði, yfirmenn skólamötuneyta leik- og grunnskóla, skólastjórnendur leik- og grunnskóla og fulltrúar foreldraráða leik- og grunnskóla.
Skráning fyrir mataráskrift í grunnskólum borgarinnar fer fram í gegnum Rafræna Reykjavík.
Hér má finna gjaldskrá fyrir skólamötuneyti.