Skip to content
klettur

Um skólann

Klettaskóla

Klettaskóli er sérskóli á grunnskólastigi sem þjónar öllu landinu. Hann tók til starfa árið 2011. Klettaskóli leysir af hólmi sérskólana Safamýrarskóla og Öskjuhlíðaskóla. Reykjavíkurborg rekur skólann en flestir nemendur skólans eru búsettir í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum. Skólagöngu nemenda sem búsettir eru utan Reykjavíkur fjármagna heimasveitarfélög nemendanna. Þátttökubekkur frá Klettaskóla er starfræktur í Árbæjarskóla.  Þátttökubekkur er sérhæft námsúrræði undir stjórn Klettaskóla en með aðsetur í almennum grunnskóla.  Eitt af hlutverkum skólans er að veita starfsfólki annarra grunnskóla ráðgjöf og kennslufræðilegan stuðning vegna nemenda sem hafa svipaðar námsþarfir og nemendur í Klettaskóla.

 

Stjórnendur skólans

Skólastjóri Klettaskóla: Arnheiður Helgadóttir

Aðstoðarskólastjóri: Guðrún Gunnarsdóttir

Símanúmer Klettaskóla er 411 7950.

Netfang Klettaskóla er  klettaskoli@reykjavik.is

Skólinn Klettaskóli er í Suðurhlíð 9 , 105 Reykjavík.